Færsla #82
Síðan í febrúar hef ég framleigt af honum Peter. Þegar ég fór fyrst að skoða herbergið hans fékk ég hálfgert sjokk þar sem allt var svo rosalega tipp topp. Til að mynda var möppunum í hillunum raðað symmetrískt, þ.e.a.s. tvær saman hægra megin í efstu hillunni, þá tvær saman vinstra megin í næstu hillu og svo koll af kolli. Verandi subba truflaði þetta mig töluvert, þó það hafi ekki verið neitt í líkingu við þessa tvo hluti:
Þessi mynd er mjög stór, alveg rúmur metri á lengd og blasti við þegar maður kom inn í herbergið. Peter er lengst til hægri en ég er auðvitað hrifnust af þeim í miðjunni. Hárið er bara svo mikilvægt.
Þetta skrípi var svo staðsett fyrir neðan myndina góðu og kemst án efa í flokkinn: Ljótustu hlutir sem ég hef séð. Ég vona að Peter hafi fengið þetta í verðlaun fyrir píanóspil þar sem enginn maður með viti (og þaðan af síður með smekk) myndi kaupa sér svona.
Peter var ekki að hafa fyrir því að tæma herbergið sitt áður en ég flutti inn og naut ég góðs af fyrrnefndum hlutum ásamt t.a.m. sloppnum hans og sólgleraugnasafni. Þegar Rakel og Hildur komu í heimsókn var brugðið á leik:
Stelpurnar með sýnishorn af stóru safni sólgleraugna. Gellur, ó já!
Rakel með enn önnur sólgleraugu og skrípið. Ég málaði yfir smettið því Rakel er ljót á þessari mynd. Skyggði næstum á blómið. Nei djók, hún var með lakkrís í tönnunum.
Eins og flestum ætti að vera kunnugt um er ég í prófum (JÁ, ENN ÞÁ!) og finnst mér ég alls ekki fá nægilega mörg samúðarbréf. Þetta er skot til ykkar allra. Netfang mitt er reg1@hi.is. Takk fyrir.
2 Comments:
bíddu... ertu ENNÞÁ í prófum??? hvað áttu mörg próf eftir? En hver búin? :) ég er annars búin í prófum forever :):):)
Samúð hvað? Hætta að væla...
Post a Comment
<< Home