Thursday, June 01, 2006

You´re the one for me, fatty

Ragga:

Í Danmörku eru mjög fáir svertingjar. Einn er þó á ganginum mínum og í gær fór hann mikinn um ástina. Hann tjáði okkur að hann vildi bara feitar stelpur. Eða kræftige eins og hann orðaði það. Hann er svona 1.70 á hæð og mjög mjór og sagði okkur frá því að síðasta kærasta hans hefði verið 1.85 og 130 kg. Ég fór að flissa.

Þegar ég fór í safaríferðina til Suður-Afríku var einmitt ein í hópnum kræftig og hún talaði hún um að hún nyti rosalegrar athygli karlmanna. Þeir væru bara miklu meira fyrir hold en í hinum vestræna heimi.

Af þessum sökum langaði mig rosalega að spyrja svörtu dúlluna hvort hann væri frá Afríku en þorði það ekki. Hann hefði getað misskilið og haldið að ég væri rasisti.

Annars var ég í síðasta prófinu í dag. Ég kann svo vel við yfirsetuliðið, tala svo skýra dönsku og eru öll með tölu með hvítt hár.

15 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með próflokin Eva mín :)

12:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju!!!! Hafdu tad rosa gott um helgina. Byst fastlega vid ad tu munir syna tig a skemmtanalifinu, ehaggi?

2:38 PM  
Blogger Halla said...

Gott að þú sért loksins búin, er það þá sumarkúrsinn í næstu viku?!

6:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til lukku með próflok, lufsa!

12:45 AM  
Blogger Alma said...

Ég er að hugsa um að flytja til Afríku til að auka karlhylli mína. Þú þarft ekki á því að halda, nóg af flottum strákum í prófayfirsetunni sé ég.

3:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk allir!

Lilja, juuuú það er sommerfest hérna, útitjald og grill, helvítis stemmning! Ég verð nú samt róleg eins og alltaf!

Alma, rétt! Hér er offframboð af flottum strákum. Á ég að koma með einn Jens heim handa þér? Getum verið með sitthvoran gamla kallinn, vinkonurnar.

11:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

Kolfórp ðem ujgnimah lit

7:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk Siggi, tetta var mjøg tøff hja ter... varstu lengi ad tessu?? :)

10:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Svona 5 mín

6:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju Ragga. Oh, Susan var nú algjör gullmoli. Ættum að heimsækja hana einhvern tíman. Ætli Silence sé kominn til Kanada?

10:18 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk litla pjása! Já, hún var svo fyndin... "Who do you think is the most annoying one on the trip?" ...og við bara héldum kjafti. "Oh come on!! Don´t tell me it´s Jóhanna!" Hahahahahaha!

...og þegar hún var að tala um að hún hefði fyllt kúkaholuna sína.

Ég styð heimsókn! ..og vona að Silence sé í Kanada :)

6:03 PM  
Blogger Alma said...

Þið eruð nú meiri letibloggararnir!

2:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

Rak augun í svarta listann..skil ekkert hvað þú ert að kvarta. Löngu búin að senda þér mail..fyrir svona 3 mínútum!

11:17 AM  
Anonymous Anonymous said...

Halló Ragnhildur! jæja er eitthvað sem þið stöllur þurfið að segja mér í sambandi við djókerinn hennar Susan...hmmmm?!?! Nei var annars að spá hvort þú værir á leiðinni á Hróaskeldu? Við sköturnar verðum þar - gaman væri að hitta þig :)
Annars væri sniðugt að heimsækja Susan heillin, hún var mjög sniðug ;)

6:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já Jóhanna, fer á Kelduna... hvenær komið þið? Verðum að hittast!

7:38 PM  

Post a Comment

<< Home