Thursday, July 27, 2006

Færsla #89

Sigga:

Tilhlökkunin er í algleymingi! Ég á erfitt með að einbeita mér að raflagnateikningunum. Æðar líkamans tútna út og hjartað slær líkt og ég hafi nýlokið við Tjarnarhlaup. Samtöl mín við vinnufélagana eru ruglingsleg og samhengislaus. Hugur minn dvelur annars staðar – á Grundarfirði en þangað er för minni heitið á laugardaginn. Þar verður ugglaust nóg um að vera og margt um manninn. Mér er samt nákvæmlega sama um allt fólkið sem verður þar – nema djammarann! Skyldi ég hitta uppáhaldsdjammkonuna mína aftur? Hver fruma líkama míns æpir af tilhlökkun og eftirvæntingu. Í hvaða fötum á ég að vera? Ætli hún verði skúffuð þegar ég segi henni að ég sé flutt úr hundraðogfjórum?

Annars er það helst í fréttum (að undanskilinni fyrirhugaðri Grundarfjarðarför) að ég hef flutt búferlum (líkt og fram kom hér fyrir ofan) úr hverfi hundrað og fjögur í hverfi hundrað og fimm. Þar hef ég komið mér vel fyrir ásamt rauðhærða stráknum. Við eigum (fengum lánaða) hrærivél og vöfflujárn. Þetta er ósköp heimilislegt og er íbúðin ávallt opin (skemmtilegum) gestum. Hver veit nema það verði innflutningspartý helgina eftir verslunarmannahelgi – fer samt auðvitað algjörlega eftir því hverjir sýna því áhuga að mæta.

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Heyrðu við bara hittumst í Grundafirði á laugardaginn, getum í framhaldinu planað framtíðarheimsóknir mínar í nýju íbúðina þar sem við erum nú orðnar nágrannar ;)
Það er ekkert slömm þetta hundraðogfimm!

5:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mig langar svo með! Taktu fullt af myndum af elsku djammaranum og berðu henni kveðju mína. Hún verður ánægð að heyra að ég er að vinna í hverfinu hennar! Vonandi verður ekkert skrýtið að hitta hana aftur...

6:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ef mig langar að koma, verður þá ekki partý?

3:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Halla: Spurning um að vera virkar í hverfislífinu. Er ekki t.d. foreldrarölt í Laugalæk? Pæling.

Ragga: Hún á örugglega eftir að segja: "Já, er vinkkkkona þín að vinna í Langholtshvvverfffffinu?"

Jónas: Þú ert dáldið skemmtilegur. Partýið stendur þótt þú boðir komu þína.

4:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég mæti í partýið enda fáránlega hress (nógu hress fyrir effemm). Tek Kramer og Seinfeld með en skil George eftir heima því hann er svo leiðinlegur.

4:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hmm.. er Dr. Zoidberg eitthvað að flippa og þykjast vera Elaine?

P.S. Mér finnst Seinfeld miklu miklu síðri en George. Samt er hann alveg OK.

6:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Foreldrarölt hljómar vel, við munum auðvitað gera allt til þess að hindra unglingadrykkju í hverfinu okkar!

4:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir fögur orð í minn garð. Ég hef lifað í skugganum af Seinfeld allt of lengi.

Má koma með deit í partýið? Ég veit að það er algjört nei nei að koma með deit í partý, en what the heck, ég bara verð. Er það ekki í lagi?

4:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

En þrjú deit?

Er það bannað?

Mig langar að koma með þrjú deit sko en ef þú leyfir það ekki (sem by ðe way er mjög fasistalega gert af þér) þá kem ég samt.

Ein.

7:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

hellú, rambaði inn á bloggið, hefur einhvern veginn náð að fara framhjá mér en ég verð fastagestur héreftir, mjög skemmtilegt blogg :) mæti í teitið, með ekkert deitið (það er erlendis), eyddi umtalsverðum tíma í að pæla í innflutningsgjöf, sjáum hvernig það endaði..

Aspen

3:40 PM  

Post a Comment

<< Home