Thursday, March 30, 2006

Færsla #71

Sigga:

Lokastaðan á vísindamannalistanum er komin. Ég óska Þuru, Söru, Óla og Lárusi til lukku með glæsilegan árangur. Sjálf hafnaði ég í níunda sæti:


Mynd 1: Topp tíu vísindamenn Vélarinnar

Ef ég hefði ekki skellt mér til Boston og kjölfarið ekki misst af ferðinni í Alcan hefði ég sennilega lent í 3. sæti. Frekar svekkjandi. En það var reyndar ægilega gaman í Boston og dáldið spennó að hitta rauðhærða strákinn sem hefur ekkert breyst síðan síðast:

Mynd 2: Egill sposkur á svip með kokteil í annarri og eeh höku í hinni.

Við gistum á YWCA í hjarta Bostonborgar ásamt skrítnum konum og köttum. Fórum á Museum of Fine Arts, skoðuðum MIT og sáum The Blue Man Show að ógleymdum stundum í Urban Outfitters sem voru ansi margar.

Annars las ég í Birtu í gær að skórnir mínir séu við stofuhita, þ.e. að það sé ekkert sérstaklega töff lengur að ganga í svörtum venjulegum Converse skóm. Mér brá talsvert við lesturinn! Mér til varnaðar keypti ég mér hauskúpuskó í Boston. Ha! Birta! Hafðu það!

Hmm... hvað get ég bloggað um framvegis nú þegar vísindamannakeppninni er lokið?

Monday, March 27, 2006

Færsla #70

Ragga:

Fór í skólann í gærkvöldi að gera heimadæmi. Var alein og hryllilega myrkfælin á heimleiðinni. Mætti manni á ljóslausu hjóli sem hélt uppi A1 plakati með voða tilburðum. Það var massaþoka sem gerði það að verkum að ég sá hann ekki fyrr en hann var kominn rosa nálægt mér.

Vegna plakatsins var eins og hann væri í skikkju sem flaksaðist og ég varð skíthrædd, öskraði næstum upp yfir mig. Hjólaði svo eins hratt og ég gat heim og var alltaf að hugsa um Djáknann á Myrká.

Garún Garún - skerí sjitt.

Fór svo að hugsa um þetta aftur í dag og þá minnti þetta mig bara á Skattmann í skaupinu fyrir nokkrum árum. Óli grís hlaupandi um: "Kýla, berja, slá og farðu svo frá!" og hrifsaði veski af gamalli konu og kýldi hana með því í magann. Gúddsjitt!













Töffarar!

Sunday, March 19, 2006

Færsla #69

Ragga:

Jørgen bauð mér upp á kaffi í dag:


Æðislega sjarmerandi og EKKI MEÐ GIFTINGARHRING!

Ég fór í messu í morgun með Steinunni og Ylfu. Ferlega gaman og Jørgen prestur talaði bara um ástina. Konan fyrir aftan mig hágrét á meðan Jørgen talaði. Það gerðum við Steinunn líka þegar við föttuðum að við höfðum sest öfugt í sætin (svona eins og þegar maður snýr öfugt í strætó). Flandrið á Jørgen var þokkalega til trafala því hann skipti um stað í miðri messu þannig að allir sneru sér við. Enginn var samt svo sniðugur að setjast öfugt eftir kærligheds ræðuna.

Hér er Steinunn fyrir utan kirkjuna. Hún er voða falleg.

Sif og Jara voru í Kaupmannahöfn og gistu þær hjá mér í tvær nætur. Segir sitt um þægindi rúmsins míns þegar Jara pantaði að sofa á vindsænginni.

Stelpurnar í vonda rúminu mínu.

Voða notalegt að hafa þær og fékk ég svo að koma í eðaldanskt partý á Nytorv. Sif: "Varstu að klippe din top? ... Mads, du splæser!"

Hún er dugleg að tala dönsku.

Tuesday, March 14, 2006

Færsla #68

Sigga:

Tveir tímar í brottför til Keflavíkur, hvorfra jeg flyver til Boston kl. 17. Mér þykir rétt að birta stöðuna á vísindamannalistanum á þessari stundu þar sem aldeilis hefur orðið breyting á síðan síðast.

Mynd 1: Sýnir 1.-8. sæti vísindamannalista Vélarinnar.

Líkt og sjá má hefur undirrituð flogið upp listann og er hástökkvari vikunnar, komin í 6. sæti. Hinar pjásurnar tvær eru heldur neðar á listanum, Þóra Þorgils í 19. sæti og Elín Birna í því 50. Þá er að finna í átta efstu sætunum ansi efnilega djammara og virkilega gott fólk. Ólafur og Lárus koma virkilega sterkir inn í félagslífið á misserinu og eiga hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu.

Því er ekki neita að sjötta sæti listans hefur haft töluverð áhrif á mig. Ég verð vör við aukna virðingu og viðurkenningu samnemenda og því verður líklega erfitt að koma heim frá Ameríku þar sem ég missi af ferðinni til Alcoa og því sýnt að ég muni hríðfalla niður listann.

En ég lít á björtu hliðarnar og hlakka til að sjá þessa gaura í vikunni (vonandi):

Mynd 2: Var óvart birt en hún sýnir Tobias Fünke og Micheal Bluth.

Nei, úps... meina þessa gaura:

Mynd 3: Sýnir The Blue Man Group

Monday, March 13, 2006

Færsla #67


Til lukku með daginn, Æja Tóla!

Sunday, March 12, 2006

Færsla #66

Ragga:




Hehe, steik!

Friday, March 10, 2006

Færsla #65

Nanna:

Skemmtileg nótt!

Kris kallinn var staðráðinn í því að skemmta sér ærlega í gær og skellti sér með skólafélögunum á djammið. Stuðboltinn ég ákvað að taka nördinn á þetta og hékk í tölvunni eftir að ég hafði skutlað honum og Henrik gråmus í bæinn um ellefuleytið. Eftir nokkuð slitróttan svefn var ég svo vakin með símtali þegar klukkan sló fimm og beðin um að sækja. Ekki málið! Hendist á fætur og næ í drukknu lufsuna hjá bankanum. Jafnvægið var eitthvað að stríða kappanum þegar heim var komið; ég skemmti mér alveg konunglega við að horfa á greyið í feluleik í fatahenginu, dansandi á tómum plastflöskum í leiðinni. Priceless! Eftir að Kris hafði tæmt magann með miklum látum (ég flissaði hátt á meðan, var það rangt af mér?) förum við í rúmið ca. 06 , hann til að sofa, ég til að bylta mér. Vekjaraklukkan hringir svo hálfátta en Kris greyið var ekki alveg að gera sér grein fyrir hvaðan óhljóðin komu. Hann þreif því kremtúpu af náttborðinu og byrjar einbeittur að skrúfa lokið af með gríðarhraða. "Hvað ertu að gera???", spyr ég en til þess eins að fá túpuna beint í fésið. Því næst grípur hann klósettrúllu og flettir nokkrum bréfum á methraða. Ég greip rúlluna og setti hana á sinn stað. "Þetta er vekjaraklukkan snillingur." Slekk á henni og næ loksins að sofna. Stuð! Svo er ég dugleg að rifja upp atburði næturinnar, sérstaklega þegar mamma hans er nálægt, það finnst mér ofsa fyndið.

Hér í Horsens er ekki mikið um leikfimi fyrir bumbulínur eins og mig. Í líkamsræktarstöðinni þar sem við eigum kort er þó að finna einn tíma vikulega og líst mér ágætlega á. Hér á myndinni er hún Lone, eldhress skvísa í hópnum. Takiði eftir gallanum! Ég á alveg eftir að redda mér einum slíkum.

Annars er ekki mikið um að vera hjá mér þessa dagana. Mun henda inn fréttum þegar ég byrja loksins í dönskuskólanum. Og já, kannski eins og einni óléttumynd þegar ég tek slíka. Þar til síðar!

Tuesday, March 07, 2006

Færsla #64

Sigga:

Besta plata ársins 2006 var að koma út...


Heimsendi 18 er góð plata en Hvar í hvergilandi toppar hana og gott betur - öll lög plötunnar eru mín uppáhalds og ég elska líka smellna textana. Allir ættu að kaupa sér eintak.

...

Árshátíð verkfræðinema var haldin á hótel Örk á föstudaginn og var hún hin besta skemmtun. Þar voru gömul kynni endurnýjuð og ný tengsl mynduð. Dásamleg skemmtiatriði, frábærir kynnar og yndislegur matur. Var í félagsskap með alvöru djömmurum þar sem þreyta var sannarlega álitin hugarástand. Mitt móment var klárlega kl. 8:43 þar sem ég sat alein í morgunverðarsalnum og maulaði hrökkbrauð. Er hálftóm innan í mér nú þegar svona góðu djammi er lokið. Hugga mig við Amríkuferð í næstu viku.

Yfir og út.

Sunday, March 05, 2006

Færsla #63

Ragga:

Steinunn: “Mig langar heim í sumar og borða lambakjöt.”

Ylfa: “Jaaaá! Væna flís af feitum sauð!”

Dollý dúlla.

Steinunn átti afmæli á fimmtudaginn og við brugðum undir okkur betri fætinum, spísuðum á Mama Rosa (staðurinn hennar Siggu, hjarta mitt kremst af söknuði) og héldum svo á Kampsaxbarinn.

Steinunn: “Skál fyrir afmælisbarninu!”

Aðeins seinna: “Mér finnst vera kominn tími til að skála fyrir afmælisbarninu.”

Hún drekkur alla undir borð.

Talandi samt um Sigríði krúsídúllu. Var að rifja upp samtal sem við áttum rétt fyrir jólaprófin:

Undirrituð: “Mig dreymdi að ég þurfti að synda í kúk, algjör veeeðbjóður. Þvílík kúkafýla og ég fann meira að segja kúkabragð. Eins gott að þetta boði gott!”

Sigga: “Neeei, ég hugsa að þetta boði ógæfu. Þú átt ábyggilega eftir að skíta á þig í prófinu...

Þögn.

Sigga lufsa bætir við: “Báðum prófunum, fyrst þetta var svona mikill skítur.”

Kúkurinn sem mig dreymdi.

Vorum boðin í ótrúlega jammí mexó til Bjögga og Elínar áðan. Afar hressandi og þá sérstaklega þegar Bjöggi dró fram munnhörpuna.

Bjöggi er alltaf í ljósum, algjör tjokkó.

Valhoppuðum svo í Jónshús, nota bene jómfrúarferð mín og Ilmar. Hún verður líklega seint toppuð (þó svo að AA-fundirnir séu víst mjög skemmtilegir) þar sem Spaðarnir stigu á stokk og héldu uppi rífandi stemmningu.

Verð að gefnu tilefni að vitna í Rakel en hún er rosalega fyndin stelpa:

“Hjörtun eru á Nasa, Laufin fyrir norðan, er ekki alveg sjor hvar Tíglarnir eru..”

Góður þessi Rakel, góóóóður!

Brilljant skemmtun en mér fannst þetta fyndnast:

Guðmundur Andri söngvari: “Nú erum við búin að taka sorglega lagið, ítalska lagið, ...

Gaukur úr sal: “Hvenær kemur lokalagið?”