Sunday, January 29, 2006

Færsla #55

Ragga:

Ræktaði menningarvitann í mér í gær og skrapp á hönnunarsafn. Voða gaman og ég hitti þessar skutlur á hovedbane fyrir tilviljun:


Rakel búin að panta flug til mín og kemur eftir tvær vikur. Ég tipla á tánum af spenningi og er að vinna í að redda miða handa henni á þorrablótið. Má náttúrlega enginn missa af gleðinni þegar Sixties spila fyrir dansi. Vonandi verður hún ekki of full.

Hitti Sigga og co áðan. Voða fínt að koma inn úr kuldanum og fá heitt súkkulaði a la Ásta. Arnar litli var rosa krútt og ældi um leið og ég skilaði honum. Laglegt.

Annars hlustaði ég á leikinn í gær um leið og ég skoðaði lotukerfið með öðru auganu. Lýsendurnir alltaf skemmtilegir: “Hann hefur hugsanlega fengið högg á kjálkann. Sem er vont.” Gott að fá svona aukaupplýsingar.

Svipað og þegar Bjöggi og Steinunn voru að tala um að spila á hljóðfæri og syngja í leiðinni. Ég sat eins og kúkur og hafði ekkert að segja. Bjöggi voða næs, sneri sér að mér: “Þetta er svona eins og í körfunni. Maður má ekki horfa á boltann þegar maður dripplar því þá sér maður ekki völlinn.”

Skólinn byrjar á mánudaginn og ég fæ nýja fína herbergið á miðvikudaginn. Er voða spennt og er orðin nokkuð þreytt á að búa í Viggogötu. Það mættu fjórir nýir skiptinemar í húsið í dag þannig að nú erum við 9. Fjör.

Hér er snjór og Steinunn keypti þoturassa. Skelltum okkur á þá um daginn á eina hólnum í grenndinni.

Hér erum við á rassinum í snjónum.

Wednesday, January 18, 2006

Færsla #54

Ragga:

Var að koma af þriðjudagsbarnum. Hitti Bjögga og Steinunni þar eftir langan dag með Oliver og Majiec. Þriggja vikna kúrsinn er heldur betur farinn að segja til sín og ég orðin nokk spennt fyrir föstudeginum. Modelling for Dummies hefði verið nær lagi en þetta advanced stöff sem ég asnaðist til að skrá mig í. Eftir tvær vikur er farið að skína í gegn hverjir eru að feika það og hverjir ekki...

Síðustu dagar mínir á Kampsax eru senn á enda. Þá á ég auðvitað við sem íbúi því ég geri sterklega ráð fyrir að vera fastagestur hjá Steinunni (er auðvitað með aukalykilinn). Sune, gaurinn sem ég leigi af, bankaði óvænt upp á hjá mér á miðvikudaginn og sagðist vera kominn til baka. Ég elska svona óvæntar uppákomur og tók þetta bara á kúlinu, hló næstum ekkert og var mjög yfirveguð. Steinunn kom yfir og hjálpaði mér að taka mesta draslið. Flissuðum endalaust mikið yfir hvað áramótaheitið mitt er búið að klúðrast mikið (“Hafa allt undir kontról”). Segi bara eins og Stonelove: Batnandi konum er best að lifa.

Oliver átti setningu dagsins áðan: “I´m going to the databar and you´re going to the cellar bar.” Mér til varnaðar var Bjöggi að fá vinnu í Nokia og er aldeilis ærin ástæða til fagnaðar. Ætlum að halda því áfram út misserið. Karókí, sumarhús, ströndin...

Fórum nokkur á ganginum í afmæli Kristians á laugardaginn. Ég og Steinunn vorum fyndnar og gáfum uppblásna kind. Féll í kramið. Bork missti hins vegar hressleikastimpilinn þessa vikuna og féll úr náð. Í partýinu söng hann stanslaust írska slagara þrátt fyrir engar undirtektir og hélt svo uppteknum hætti í lestinni á leiðinni heim, þá fyrir pening.

Hitti indverskan tennisvin Siggu áðan. Hann hefur séð 101 Reykjavík nokkrum sinnum og tölum við alltaf um Ísland þegar við hittumst. Alltaf jafngaman. Ég var að segja honum frá snjónum heima og var vægast sagt vandræðalegt þegar ég spurði hvort hann hefði einhvern tímann á ævinni séð snjó. Hann horfði á mig eins og ég væri hálfviti og gaurinn við hliðina á honum skellti upp úr. Ég náði næstum að halda kúlinu þegar hann sagðist vera snjóbrettagaur.

Tuesday, January 17, 2006

Færsla #53

Sigga:

VÁ! Engin smábreyting!


Tuesday, January 10, 2006

Færsla #52

Sigga:

Önnur dúfan flogin til Íslands eins og stelpan í herbergi 411 orðaði það svo vel. Fínt að vera komin heim þótt ég sakni Kampsax dáldið mikið og stelpunnar í herbergi 407 óendanlega mikið - enda er hún kærastan mín. Ég tileinka henni þessa fyrstu færslu mína á nýju ári.

Stemmningin í Vafferr í dag var góð. Kann ágætlega við þriðja árs stofuna og enn betur við kennarann í kúrsinum Nýsköpun, vöruþróun og markaðssókn - einkum vegna þess að hann er ískyggilega líkur Paul McCartney. Mikil vonbrigði að kennarinn í Stjórnun fyrirtækja líkist John Lennon á engan hátt né nokkrum öðrum Bítli og því hyggst ég vitaskuld ekki taka þann kúrs.

Síðustu daga hef ég dundað mér við að taka til í kjallaraholunni minni, breyta þar og bæta. Mikil hjálp hefur verið í rauðhærða stráknum sem hefur verið ansi liðtækur á borvélinni.

Nýtt loftljós og nýr lampi:



Þá gerði ég kaup ársins í Húsgagnahöllinni. Þrátt fyrir negatífa tölu á debetreikningnum mínum var engin rödd í hausnum mínum sem sagði mér að nokkrum þúsundköllum væri illa varið í eftirprentun á mynd eftir Roy Liechtenstein. Ég sé ekki vitund eftir kaupunum enda smellti ég myndinni fyrir ofan ljóta sófann minn og vonandi dregur hún athygli gesta frá honum.

Sunday, January 08, 2006

Færsla #51

Ragga:

Guð minn góður hvað gærkvöldið var kómískt.

Tour de Chambre á køkken 4 var fámennt en góðmennt. Mættir voru Klaus, Kristian, Morten, Peter og Rói að ógleymdri undirritaðri að sjálfsögðu. Undirbúningur fyrir herlegheitin var nokkur, eldhúsið tekið í gegn og splunkunýr örbylgjuofn vígður og þeim gamla hent út.

“Isn´t it nice to live with people who are ready to pay 900 kroners so that you don´t have to clean the microwave?”
“Skåååå-ål!”

Strákarnir voru í sínu fínasta pússi. Klaus reyndar í hefðbundnu skopparabuxunum sínum en braut út af venjunni með fallegri perlufesti um hálsinn.

Morten var í töff skyrtu með endurskinsmerki á barminum. Það gerði það að verkum að hann var með sjálflýsandi brjóst á hverri einustu mynd sem var tekin af honum þetta kvöld.



Ég: “Don´t you miss Sigga?”
M: “Well, I often talk to her on the internet so I´ll survive.”
Ég: “Don´t you miss Steinunn?”
M: “I miss my mum. It´s her birthday in a few days.”

Ég reyndi að njóta hvers augnabliks á meðan á kvöldverðinum stóð þar sem ég gerði mér grein fyrir að ég ætti líklega ekki eftir að upplifa annað eins. Svona aðstæður fást nefnilega ekki útí búð. Þriggja rétta máltíð og kertaljós var eitt það síðasta sem ég bjóst við að upplifa með drengjunum.

“Skål. Tak for I kom.”

Í forrétt fengum við rækjukokteil sem Morten bjó til af mikilli list. Með því serveraði hann hvítvín.

“I hope the whine is ok. I looked everywhere for a whine that matches the shrimps and this one came closest to it.”

Krúttið föndraði einnig blævængi úr servíettunum mér til mikillar skemmtunar. Þetta hefði svosum ekki þurft að koma mér á óvart þar sem ég kom að honum um daginn að þrífa ísskápinn með eyrnapinnum. Eyrnapinnum, for crying out loud!

Í aðalrétt var roastbeef og kartofler a la Kristian og var kjötið víst fandeme sejt. The raisin in the end of the hotdog var jarðarberja-, vanillu-og súkkulaðiís a la Peter. Ókei, hann bjó ekki til ísinn en það hefði verið í stíl við allt hitt.

Að uppvaski loknu tók við ráf í herbergi. Hæst ber að nefna númer 406 þar sem drukkið var Sambucca í boði Róa. Það má með sanni segja að nýr heimur hafi opnast fyrir mér þar og fannst mér æðislega gaman. Tilfinningin að finna glasið sogast að lófanum eftir að hafa fylgst með drykknum loga í örlitla stund er engu lík.

Ég var þriðja í röðinni og bauð upp á Opalskot og lakkrís. Öllum fannst það vont og var staldrað stutt við í 407. Ég náði þó að gera gott djók og troða lakkrís milli framtannanna og leika tannlausan róna. Jess..

Masood bættist í hópinn upp úr miðnætti og var manna lengst enda maðurinn með furðulegar svefnvenjur. (Þess má geta að hann er líka með furðulegar matarvenjur sem og líkamslykt. “Ég held að allir Indverjar noti sama ógeðslega rakspírann.”) Enn og aftur kom hann með myndir af unnustu sinni og mér gafst færi á að spyrja frekar um þeirra hagi. Einnig þreyttist ég á að bíða eftir boði í brúðkaupið og gekk í málið. Ég er meira en velkomin og tjáði hann mér að 1000 manns væru væntanlegir. Helvítis stemmning.

Restin af kvöldinu var í svipuðum dúr, sannarlega ánægjulegt og verður eflaust lengi í minnum haft.