Monday, December 19, 2005

Færsla #50

Ragga:

Af daglegu lífi er það að frétta að ég þreif örbylgjuofninn í nótt eftir að hafa hlustað á nöldur í drengjunum aðeins of lengi. Eins og mamma gamla væri mætt á svæðið. Átti að vera löngu búin að þrífa kvikindið (hægt að telja seinkun í mánuðum) en þar sem maður er ekki drottning misskilnings fyrir ekki neitt þá fórst það fyrir. Var í alvöru að spá í að láta ofninn hverfa og skrifa miða:
Was so dirty that I came alive and have now moved to another kitchen.



Masood, Pakistaninn á ganginum, er sífellt að eiga stórleiki. Fyrir það fyrsta talar hann eins og Abú í Simpson´s. Um daginn var ég að borða harðfisk ásamt Morten (415) og hann ætlaði ekki að komast yfir það. Æpti upp yfir sig: “WHAT ARE YOU EATING?? IT´S DISGUSTING!! IS IT A DOLPHIN?” Morten horfði á hann í smástund og sagði svo hlæjandi: “Yeah, it´s a dolphin.” Hann fattaði ekki djókinn og öskraði: “OH MY GOD!! YOU ARE CRAZY! LOOK EVERYBODY, THEY ARE EATING A DOLPHIN!!” Svo aðeins seinna tjáði hann mér að ég myndi ekki fá franskan koss það kvöldið þar sem ég lyktaði eins og selur. Besta hrós í heimi...

Alveg eðlilegt að á laugardagskvöld bankaði hann á hurðina hjá mér til þess að gefa mér rauðvínsflösku. Ég var komin upp í rúm og hef því verið frekar mygluð. Mér fannst þetta ógeðslega sætt af honum og hann þokkalega kominn í mjúkinn hjá mér eftir selskommentið.

Adam var þó ekki lengi í paradís því þegar ég hitti hann í eldhúsinu daginn eftir benti hann á mig og sagði við gaurana: “You wouldn´t believe how bad she looks without her make-up.”
Annars á hann unnustu sem bíður hans í Pakistan. Þau eru ekki búin að hittast í tvö ár og hann hreinlega tiplar á tánum af spenningi. Það verður brúðkaup fljótlega eftir að hann kemur heim í apríl og býð ég spennt eftir boðskorti.

Mér finnst samband mitt við Sigríði krútt vera orðið steikt. Fyrir neðan eru nokkur dæmi.
Sigga: “Nennirðu að vera með hauspoka næst þegar við hittumst?”
Ég: “Nú?”
Sigga: “Því annars gæti ég étið þig þar sem þú ert eins og pepperonipizza í framan.”

Um daginn vorum við að skoða myndir í tölvunni hennar Siggu. Inn á milli mynda af vinunum sé ég kall sem ég kannast ekki við og spyr hver kauði sé. Fékk svar að bragði: “Þetta er danskur pólitíkus. Til venstre.” ..eins og ekkert væri eðlilegra!

Stundum fæ ég líka á tilfinninguna að okkur sé farið að skorta umræðuefni. Áttum t.d. þessar samræður áðan:
Sigga: “Hvort ertu meira fyrir kjúkling eða fisk?”
Ég: “Erfitt að segja. En þú?”
Sigga á innsoginu: “Já, erfitt að segja líka.”
Svo kom mjög vandræðaleg þögn.

Sunday, December 18, 2005

Færsla #49

Sigga:

Var að fletta í gegnum myndasafnið og þar sem ég verð alkomin heim á fimmtudaginn er við hæfi að líta yfir önnina sem leið. Margar myndir höfum við pjásur tekið af okkur við hin ýmsu tilefni.


Myndin hér að ofan var tekin þegar við fréttum að þessi pjása:


væri með krókódílabeibí í maganum. Ætlar sú pjása ekkert að blogga? Hef heyrt að lesendur bíði spenntir eftir bumbumyndum! ;)

Að búa á Kollegíi er dásamlegt, eins og lífið sjálft! Kosturinn við að búa á jarðhæð er sá að maður getur alltaf átt von á heimsókn á gluggann (ég elska þessa mynd):


Annars er ég ógurlega tilfinninganæm þessa dagana og hundfúl að þurfa að kveðja Djéká líkt og áður hefur komið fram. Á eftir að sakna krakkanna á ganginum þrátt fyrir að hafa orðið fyrir aðkasti oftar en einu sinni vegna harðfisksins míns og fiskibollanna. Verð líka að játa að brandarinn um að það sé í bígerð hjá mér að kaupa alla Danmörku (liggur beint við þar sem ég er Íslendingur) er orðinn píííínulítið þreyttur.


Hér að ofan til vinstri má sjá Jonas (17), Brian (06), Allan (13) og Jesper (06) fagna áramótunum. Í miðjunni er ég ásamt Kínverjanum Liang (08) sem strákarnir fylltu hér fyrr í vetur með þeim afleiðingum að hann ældi út um glugga og Jakob KK-formand (09) sem verður ægilega pirraður ef maður gleymir að fara út með ruslið. Til hægri eru Tina (14) og Allan (13) í trylltum strandarfíling. Fallegt fólk á KK21, ekki satt?

Annars er litla dúllan mín hún Ragga bara í fríi þessa dagana á meðan ég tileinka mér lögmál varmaflutningsfræðinnar. Hún notar tímann vel - hefur dekrað við strákana á KK4... bakað fyrir þá og krúttlast með Bork sem virðist allur vera að hressast eftir veikindin. Hún svona finnur sér eitt og annað til dundurs; skrifar bréf til pennavina, prjónar og skipuleggur jólafríið. Svo kíkti hún í smáheimsókn til mín í gær og við drukkum saman pepsi og tókum smá myndasession. Við erum í stöðugri þróun í módelstörfunum.



Á fyrstu myndinni erum við að hreinsa tennurnar með munnskoli... Það geta ekki allir litið vel út með munnskol í kjaftinum. Á annarri myndinni tókum við smáflipp og ég klæddi mig í brúðarkjólinn sem ég fann í skápnum í herberginu mínu og Ragga í ferlega sæta dragt. Um leið og ég hafði smellt af þriðju myndinni gall við í Röggu: "Neeei, ég panikaði aðeins með svipinn!". Augljóst þegar litið er á myndina. Alls ekki fagmannlegt. RÖGLIÐ SEM MAÐUR LENDIR Í! En nóg af egómanínu og meiri lærdóm.

Sjáumst eftir meeeeeegastuttan tíma!

Friday, December 16, 2005

Færsla #48

Ragga:

Mamma, er í lagi að ég komi með deit á aðfangadag?

Thursday, December 15, 2005

Færsla #47

Sigga:

Naked Santa fyrir Röggu:


Til þess að svara fyrirspurnum fjölda fólks get ég með nokkurri vissu sagt að það er næstum alveg jafnleiðinlegt í prófum í Djéká og á Íslandi. Mikið verður gott þegar þessu lýkur. Annars verða þær tregablandnar tilfinningarnar í huga mér 22. desember þegar ég kveð Djéká þar sem helgin byrjar ALLTAF á fimmtudegi (nema auðvitað í prófunum). Verður samt gott að koma heim í jólafrí. Ég á eftir að redda jóladressinu. Hefur einhver tíma til þess að kíkja með mér í tískuverslunina Guðrúnu á Þorláksmessu? Mig dauðlangar í Jersey kjól, sjá hér.

Monday, December 12, 2005

Færsla #46

Ragga:

Uss hvað ég er komin með leið á þessum prófum. Það verður nú gaman að leggja jogginggallann á hilluna og skunda í byen að sjoppa julegaver. Ætli maður splæsi ekki á sig átfitti svo maður fari ekki í jólaköttinn. Annars er alltaf hægt að taka þennan á þetta ef maður finnur ekkert fallegt:


Hann var sko á jólakvöldi á barnum um síðustu helgi og var svona þvílíkt hress og skemmtilegur. Neihh djók... við erum auðvitað löngu hættar að fara á barinn út af prófunum!

Friday, December 09, 2005

Færsla #45

Sigga:


Hér í DTU er starfsfólkið í prófunum ellilífeyrisþegar líkt og í HÍ. Það kann ég afskaplega vel við.

Thursday, December 08, 2005

Færsla #44

Sigga:

Valla veit ad eg veit og thvi birti eg leikinn her med...

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð/lykt minnir mig á þig.
4. Ég segi þér eitthvað sem aðeins við tvö/tvær skiljum.
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig.

Thetta er Sigridur sem talar ur DTU (...det blir til noget).

Wednesday, December 07, 2005

Færsla #43

Ragga:

Fórum í klippingu um daginn hjá Kidda. Meira hvað drengurinn er klár og skemmst frá því að segja að við erum allar ógeðslega sætar… eða svona því sem næst: “Ég er klippari EKKI töframaður!”

Annars kemst fátt að þessa dagana nema lærdómur og erum við því orðnar ekki lítið spenntar að koma heim á klakann í afslappelsi og kósíheit. Fékk tvö símtöl að heiman í gær, annað frá múttu sem er í svipuðum sporum og ég hvað lærdóm varðar, þ.e. að mygla. “Ég er í fríi milli jóla og nýárs þannig að við getum haft það þvílíkt gott: PÚSLAÐ!” Ekki slæmt trít fyrir púslnördinn :)
Hitt var frá Rakel og Ingster: “Hæ, ertu ekki með hiksta, vorum að tala um þig..” Niðurtalning hafin…

Thursday, December 01, 2005

Færsla #42

Til hamingju með afmælið elsku Sigga pjása!