Tuesday, February 28, 2006

Færsla #62

Ragga:

Komin heim frá Hamburg og var óskaplega gaman. Lestarferðin var yndisleg og hápunktur hennar var að sjálfsögðu að fara um borð í ferju.



Hótelið okkar var á besta stað, alveg við Hauptbahnhof, beint fyrir ofan Scandinavian Pub og á móti Viking Pub. Gullna þrennan.

Hér er Ylfa fyrir framan hótelið okkar, Kieler Hof. Þar var gaman að vera. Ruslakallarnir voru í verkfalli þannig að það var allt út í bleikum ruslapokum.

Hamborg er samt voða fín borg þó allt hafi verið í drasli.


Ylfa og ráðhúsið:


Við skruppum til Altona sem er gamall danskur bær. Þar fundum við HM og settumst svo inn á kokteilbar. Ég var sniðug og sagði Oliver að hann væri ekki inn á mynd. Fullt hús fyrir góðan húmor.


Maturinn í Þýskalandi er mjög girnilegur:


Rassarnir eru jafnvel enn girnilegri:


Friday, February 24, 2006

Færsla #61

Sigga:

Hver man ekki eftir finnska sjarmörnum úr Eurovision þættinum með norrænu spekingunum? Líklega enginn... og eitt er víst að ég mun aldrei gleyma honum enda vorum við systa að djamma með honum á laugardaginn um þarsíðustu helgi. Jah, ég neita því ekki að Alma sys náði aðeins betri tengingu við hann, sérstaklega eftir að ég lýsti því yfir að ég fílaði eiginlega ekki Eurovision þegar hann spurði um uppáhaldssigurlagið mitt í keppninni frá upphafi. En hann er hins vegar afskaplega indæll og staupaði með okkur brennivín með bestu lyst.

Mynd1: F.v. Alma Sigurðardóttir og Tomas Júróvisjónfinni í eftirpartýi á
Kaffi Reykjavík eftir íslensku undankeppni Júróvisjón.

Djöfull er dagbókarbloggfærslur oft leiðinlegar. Oj, hver nennir að lesa heilu ritgerðirnar um dag í lífi e-s annars, kommon!

Mín framsetning er mun frambærilegri:

Mynd 2: Gantt rit f. dagskrá 23. febrúar 2006 hjá Sigríði Sigurðardóttur

Engin vísó í dag - einhver tómleiki sem fylgir því en svo sem ágætt að taka pásu fyrir árshátíðina sem verður næstu helgi. Ha! Sagði einhver að DJ Party sjái um mjúsikina? ÉG MÆTI!

Wednesday, February 22, 2006

Færsla #60

Ragga:

Þríeykið úr tvinnfallagreiningu er á leið til Djörmaní á morgun. Oliver getur reyndar ekki mikið verið með okkur en ætlar í sárabætur að kynna mér og Ylfu fyrir vini sínum, honum Archibald, sem er víst algjör stuðpinni. Við erum þokkalega í góðum málum ef persónutöfrar og lúkk haldast í hendur!

Sætilíus.

Thursday, February 16, 2006

Færsla #59

Ragga:

Jæja Lárus Márus..

Ég og Ylfa erum byrjaðar að læra arabísku. Hélt það væri sniðug leið til að bonda við Masood þar sem ég hitti hann sárasjaldan eftir að ég flutti. Svo er líka svo töff að geta skrifað á sívíið að maður sé mellufær í arabísku.

Alĥamdulilah!

Kúrsinn er kenndur á dönsku og fannst mér kjörið tækifæri að slá tvær flugur í einu höggi og massa dönskuna í leiðinni. Það gekk ekki nógu vel því ég fékk kartöflu í hálsinn þegar ég átti að kynna mig og segja af hverju ég hefði valið arabísku. Fullt af tjellum þarna sem höfðu gefið solid skýringu, ein var ekkja manns frá Egygptalandi og langaði að læra málið svo hún gæti kynnst vinum hans (mér fannst það pínu skondið), önnur átti pabba frá Marokkó og enn önnur átti börn í Alsír.

Þar sem ég hafði enga spes ástæðu og tala þar að auki ekki dönsku var þetta einstaklega pínlegt móment. Fékk alveg aumingjalúkkið frá öllum nema Kristian steik sem var eflaust að spá af hverju ég drullaði mér ekki frekar í dönskutíma.

Komst svo að því að í Pakistan talar fólk ekki arabísku heldur panjabi eða urdu. Við erum því að leita okkur að nýju hobbíi og förum á kynningu í DTU á mánudaginn. Spennó.

Fórum stelpurnar að sjá Eivør Pálsdóttur á Jazzhouse í fyrradag. Hún var ekkert smá flott og talaði ógeðslega krúttlega dönsku. Söng á ensku, dönsku, sænsku, færeysku en ekki íslensku. Pah!

Wednesday, February 15, 2006

Færsla #58

Ragga:


Jæja, allt að gerast bara.


Rakel og Hildur komu í heimsókn yfir helgina.
Rakel var ekki alveg sátt við glerharða rúmið mitt og vældi smá. Skemmtum okkur samt konunglega og var ég eins og blóm í eggi.

Dró skutlurnar á Kampsaxkollegíið á fimmtudaginn. Duttum fyrst í hvítvín og spjall hjá Steinunni þar sem staða kvenna, þrældómur tískunnar og dvergafetishið hennar Rakelar var tekið fyrir.

Kíktum að sjálfsögðu á barinn og hefur aldrei verið jafnfámennt þar. Við vorum þó ekki í miklum vanda með að koma okkur í stuð og voru nokkur dansspor stigin. Ferðaþreytan sagði fljótt til sín hjá stöllunum og þegar þær sögðust ætla heim setti ég upp sólheimaglottið og vinkaði pent bless. Trausti vinurinn tekinn á þetta.

Á laugardaginn sjoppuðu Rakel og Hildur á meðan ég hafði mig til fyrir þorrablótið. Skammtaði mér 500 kalli fyrir djammið og hljóp svo yfir til Steinunnar þar sem við býsnuðumst yfir peningaleysi okkar. Ræddum febrúarmánuð sem kæmi til með að einkennast af núðluáti og snauðu skemmtanalífi. Ég batt snarlega enda á þær umræður þegar ég áttaði mig á að ég hafði steingleymt að huga að hálsmeni. Fögur fyrirheit fuku út í vindinn og var splæst í taxa niður í Magasin, hálsmeni reddað og eftir stóð ég með hundraðkall. Fékk lán hjá Elínu milla..

Kíktum á nýja slottið þeirra Elínar og Bjögga sem er á besta stað í bænum. Hér er Steinunn fyrir utan íbúðina:


Eftir fordrykk röltum við syngjandi af stað í tívolí. Vorum mætt snemma og náðum borði fremst. Ylfa skautaði svo inn rétt á eftir okkur með mörgæs sér við hlið. Þarf alltaf að stela þrumunni..

Mér til lukku settist hún hjá mér og hlógum við endalaust að öllu og engu.

Steinunn lét allan salinn standa upp og syngja, stóð svo fyrir kynlífsráðgjöf inni á klósetti seinna um kvöldið og þær Elín áttu töff komment yfir allan salinn um að hafa étið alla pungana.

Við vorum hressasta borðið:
Ylfa rifjaði upp gamla takta:


Rakel og Hildur létu svo sjá sig og áttum við yndislega endurfundi. Því miður var myndavélafærni mín þá farin að klikka og var þessi næst lagi:

Dönsuðum af okkur táslurnar og var ballið búið allt, allt, allt of snemma. Við tók hörmung lífs míns þar sem ómögulegt reyndist að fá taxa og kuldinn var ómennskur. Gunnar Jarl pleijaði klárlega herramann kvöldsins þegar hann fórnaði húfu og vettlingum í vælukjóann. Theink jú!


Rólegheit á sunnudeginum þar sem við vorum tíðir gestir á Hard Rock, skoðuðum aðeins Christianiu og duttum svo á Sam´s bar í karókí. Gunnar var sá eini sem tók lagið en Rakel beilaði alveg óvænt. Um kvöldið duttum við aldrei þessu vant í þroskaða pakkann og tókum billjón myndir og hlógum eins og fávitar. Rakel skellti sér að sjálfsögðu í sloppinn hans Peter sem ég leigi af (já, hann skildi sloppinn sinn eftir, veit hreint ekki hvar ég væri án hans) og Hildur setti upp hliðartagl. Svo tróðum við lakkrís milli tannanna (mér finnst það svooo fyndið) og mátuðum öll sólgleraugun í safninu hans. Myndirnar voru teknar á vélina hennar Hildar þannig að fleiri myndir eru væntanlegar :)

Færsla #57

Sigga:



Til hammó með ammó, Óli bró!

Thursday, February 09, 2006

Færsla #56

Sigga:

Ég fyllist Danmerkur/Röggu/bjór/tjill-þrá þegar ég skrifa á evuoglottusíðuna. Af þeirri ástæðu er það andlegur sigur að blogga á síðuna og takast á við söknuðinn.

Hönnunarkeppnin var síðasta föstudag og vísindaferð í Marel á eftir. Rútubílstjórinn sem skutlaði okkur í Garðabæinn er algjör snillingur. Ég var sú fyrsta sem hann mætti þegar hann gekk inn í VRII og við áttum skemmtilegt móment:

Hann: Jaaaá, svo þú ert hrifin af vélum? (fær alveg tíu stig f. að brjóta ísinn með þessari snilld)
Ég: Já já, ég er að vísu í iðnaðarverkfræði en ekki vélaverkfræði.
Hann: Jæja já, hvað er það?
Ég: Eeeh, æ... ég læri t.d. voðamikið um framleiðslu og...
Hann: JÁ - OG FLÆÐI???? FLÆÐI, ER ÞAÐ EKKI?
Ég: Jú, einmitt... flæði.
Hann: Jaaaá, þá er gott að fara í Marel. Þar snýst ALLT um flæði.

Í Marel fengum við að sjá opticut matvinnsluvélina í aksjón. Mjög heillandi sjón og freistandi að stinga kjötbita í vasann fyrir mönsið síðar um kvöldið.


Mynd 1: Sýnir Opticut matvinnsluvélina frá Marel

Eftir Peerávda kíkti ég á svitaball Röskvu á Café Amsterdam. Sviti var kjörorð kvöldsins því að tvær sveittustu búllur 101 Rvk. voru þræddar í kjölfarið; Dillon og Celtic. Helvíti gaman.

Annars hef ég fetað í fótspor meistara Kreuzer en frá og með gærdeginum má titla mig kennara. Hef tekið að mér eðlisfræðikennslu í Fjöltækniskóla Íslands. Náði að halda athygli vélstjórnarnema nokkuð vel í gær þangað til Kiddi fór að tala um Lúdda sem laug því að hann ætti bíl sem gengi á flugvélabensíni og gæti komist upp í 240. Meiri steikin hann Lúddi. En mér líst annars bara vel á kennsluna.

Að lokum langar mig að minnast á þá snilld að pjásurnar sem halda til í Vafferr eru allar á topp 50 vísindamannalistanum. Lofsverður árangur þar á ferð - einkum hjá Elínu sem vermir 24. sætið.



Mynd 2: Sýnir sæti 24.-35. á lista yfir topp 50 vísindamenn Vélarinnar.