Saturday, June 24, 2006

Wo jiad Eva

Ragga:

Loksins komin í langþráð frí þar sem kúrsinn minn kláraðist í gær. Mikill léttir og næst á dagskrá er Hróarskelda og svo bara heimferð. Sjúff!

Ég og Kristian á gamla kökkeninu mínu stóðum við stóru orðin og héldum Kínverjamatarboð í gær. Kvöldið eins og vænta mátti stútfullt af vandræðalegum þögnum og kurteisishjali. Mættir voru Ming, Djeng, Filipp, Sha, Peter, Hildur og Gúndi. Jin stuðbolti lét svo sjá sig eftir matinn.


Ming og Jin hrezzz!

Kristian og Ming. Hún er ferlega skemmtileg og kom með okkur á barinn.

Kristian, Filipp og Djeng. Þau til hægri eru hjón og hann býr í Californiu.

Hildur og Gúndi. Þau fóru snemma því "þau þurftu að pota í köku." Dónar!

Peter var duglegur að skapa pínleg móment við matarborðið.

Allt að gerast bara....

Thursday, June 01, 2006

You´re the one for me, fatty

Ragga:

Í Danmörku eru mjög fáir svertingjar. Einn er þó á ganginum mínum og í gær fór hann mikinn um ástina. Hann tjáði okkur að hann vildi bara feitar stelpur. Eða kræftige eins og hann orðaði það. Hann er svona 1.70 á hæð og mjög mjór og sagði okkur frá því að síðasta kærasta hans hefði verið 1.85 og 130 kg. Ég fór að flissa.

Þegar ég fór í safaríferðina til Suður-Afríku var einmitt ein í hópnum kræftig og hún talaði hún um að hún nyti rosalegrar athygli karlmanna. Þeir væru bara miklu meira fyrir hold en í hinum vestræna heimi.

Af þessum sökum langaði mig rosalega að spyrja svörtu dúlluna hvort hann væri frá Afríku en þorði það ekki. Hann hefði getað misskilið og haldið að ég væri rasisti.

Annars var ég í síðasta prófinu í dag. Ég kann svo vel við yfirsetuliðið, tala svo skýra dönsku og eru öll með tölu með hvítt hár.