Monday, July 31, 2006

Færsla #90

Okkar yndislega Nanna panna á afmæli í dag!

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU NANNA!

Thursday, July 27, 2006

Færsla #89

Sigga:

Tilhlökkunin er í algleymingi! Ég á erfitt með að einbeita mér að raflagnateikningunum. Æðar líkamans tútna út og hjartað slær líkt og ég hafi nýlokið við Tjarnarhlaup. Samtöl mín við vinnufélagana eru ruglingsleg og samhengislaus. Hugur minn dvelur annars staðar – á Grundarfirði en þangað er för minni heitið á laugardaginn. Þar verður ugglaust nóg um að vera og margt um manninn. Mér er samt nákvæmlega sama um allt fólkið sem verður þar – nema djammarann! Skyldi ég hitta uppáhaldsdjammkonuna mína aftur? Hver fruma líkama míns æpir af tilhlökkun og eftirvæntingu. Í hvaða fötum á ég að vera? Ætli hún verði skúffuð þegar ég segi henni að ég sé flutt úr hundraðogfjórum?

Annars er það helst í fréttum (að undanskilinni fyrirhugaðri Grundarfjarðarför) að ég hef flutt búferlum (líkt og fram kom hér fyrir ofan) úr hverfi hundrað og fjögur í hverfi hundrað og fimm. Þar hef ég komið mér vel fyrir ásamt rauðhærða stráknum. Við eigum (fengum lánaða) hrærivél og vöfflujárn. Þetta er ósköp heimilislegt og er íbúðin ávallt opin (skemmtilegum) gestum. Hver veit nema það verði innflutningspartý helgina eftir verslunarmannahelgi – fer samt auðvitað algjörlega eftir því hverjir sýna því áhuga að mæta.

Friday, July 21, 2006

Færsla #88

Ragga:

Hér á Hrafnistu eru allir í djammfíling eftir harmonikuspil og söng. Þetta er vikulegur viðburður og er algjör snilld. Í dag voru spilaðir slagarar eins og Komdu inn í kofann minn, Ég bið að heilsa og Kátir voru karlar. Sigrún gamla á C-inu bað um óskalag: Stína og brúðan [Á kaupmanninn rétt við búðarborðið...] en langbestu undirtektirnar voru þó þegar bandið tók Det var brændevin i flasken. Good times!

Ragga says:
ég er að borða rúsínur
Sigga says:
nartígamlartær?

SIGGA!!

Wednesday, July 05, 2006

Færsla #87

Ragga:

Hróarskelda var gúddsjitt þó Dylan hafi verið vonbrigði! Nenni ekki að skrifa um hana en ætla aftur á næsta ári. Ójá!

Oliver í ógeðisrigningu á fyrsta degi. Hann er engin tjaldtýpa og suðaði stanslaust í mér og Katy að þrífa okkur. Spurning um prinsipp.

Katy var að fíla skítinn. Nema hvað.

Hún borðar beikon.
Birkir vildi bara beikon.


Jóhanna beikon og Ágústa. Þær eru sætar.


Inga og Tóbías. Það er erfitt að ná í þær í síma.

Sif og vinir úr lýðháskólanum.

Sif með mömmu sinni og pabba og litlu frænku.

Sif með hösslunum sínum.

Frá hvaða landi haldiði að þessi rass sé?

Ég er komin heim á klakann. Nærri 30° hiti í déká þannig að það var líkt og að fá blauta tusku í smettið að hoppa út úr vélinni. Hressandi.

Týndi símkortinu mínu (surprise surprise) en það stendur til bóta þannig að ég verð vonandi komin með gemsa bráðum...