Ragga:
Steinunn hélt matarboð áðan til að undirbúa fólk fyrir Amsterdam en Sigga pjása, Steinunn, Elín og Ylfa munu bregða undir sig betri fætinum 25. nóvember. Þó að ég sitji eftir með sárt ennið var mér samt boðið í matinn, enda æðislega hress pía. Steinunn eldaði rækjurétt og borðuðum við allar yfir okkur. Í eftirrétt var ís með marssósu og var blessunarlega afgangur. Við ætlum að fá okkur svoleiðis í morgunmat kl.8 og horfa á Simpsons. Gott að vera búin að plana að mæta of seint í tíma..
Héldum svo inn í herbergi að hlusta á jólalög. Steinunn er nefnilega komin í rosalegt jólaskap, bauð upp á mandarínur og jólakökur. Svo sátum við við kertaljós og sungum hástöfum: "ég hlakka svooo til!"
Helstu fréttir af mér eru þær að ég er að fara til London yfir helgina að heimsækja Lilju travel agent. Held það verði æðislega gaman að hitta skvísuna. Ef ekki þá þekki ég nú eitthvað fólk þarna...
Annars er ég mikið búin að spá í framtíðinni, finnst óþægilegt þegar hlutirnir eru óráðnir. Missi jú herbergið mitt í lok janúar og þá er fjandinn laus. Var að væla yfir þessu við Bork á ganginum. Hann er hrikalega fyndinn gaur og Harry Potter fan#1. Við Sigga köllum hann alltaf serkinn því hann á rosalega stóra gráa úlpu.
Serkurinn á góðri stund.
Allavega, Bork hélt nú að það yrði lítið mál fyrir mig að redda mér samastað og ef út í hart færi þá myndi hann bara reka út einhverja af Kínverjunum. Já gott fólk, Danirnir eru með svakalega fordóma fyrir grjónunum (djók!). Var á gangi með honum og hann byrjar þykjustusamtal við tjænamann: “you´re small and unsignificant human being. LEAVE!” Svo hló hann geðveikt en ég roðnaði og óskaði þess að enginn hefði heyrt þetta. Sussaði svo pent á hann og hann leit á mig alveg hissa á tepruskapnum. Rosalegt!
Annars kom ísbíllinn áðan. Ég var að taka siestu og vaknaði við að það klingdi bjöllum fyrir utan, æðisleg stemmning. Örfáum sekúndum síðar heyri ég einhvern hlaupa eftir ganginum og öskra: "Vúhú!" Serkurinn kann sko að meta ís!