Færsla #41
Hafi alvaran einhvern tímann blasað við þá er það núna. Fjögur próf framundan (fimm hjá Röggu) og menntagyðjan hefur sannarlega ekki blessað mann þessa önnina með iðjusemi og menntafýsn. En allt stendur þetta til bóta og pjásurnar iðnar sem aldrei fyrr og eiga líklega eftir að rúlla upp þessum prófum.
Helgarferðin til Amsterdam var frábær enda ferðafélagarnir ekki af verri endanum. Það sem stendur upp úr eftir helgina er líklega að hafa hitt jólasveininn:
Þarna sat hann áhyggjulaus kallinn (eins og fólkið sem býr við skátaheimilið) og lét ýta sér á skautasvelli í miðborg Amsterdam. Ætli hann hafi ákveðið að skella sér til Amsterdam til þess að fá sér aðeins í haus - svona til að ná úr sér mesta jólastressinu?Þá var gaman að ferðast um í sporvagni. Mikið væri það sniðugt ef land orku og öfga tæki upp á þessum ferðamáta.
Annars skrifaði Steinunn ferðasögu sem ekki verður toppuð þannig að ég læt nægja að benda á hana. Myndir úr ferðinni má sjá hér.
Mikill kuldi er núna í Danmörku og erfitt að vera fátækur námsmaður í illa upphituðu kollegíherbergi. Danirnir passa vitaskuld upp á að eyða ekki of miklu í slíkan lúxus og afleiðingin er þessi:

Þ.e. grautfúll námsmaður með trefil og húfu við lærdóminn!
Svona er Henrik vanalega.
Hér er jólasveinninn með Mette og Anne Marie vinkonum okkar. Takið sérstaklega eftir vestinu sem Anne er í en Sigga var að kaupa sér alveg eins.

















