Færsla #27
Bodil vinkona mín:

Þetta er Oliver.
Ylfu finnst ekki gaman að reikna og hefur þess í stað tekið að sér að vera fyndin. Dó næstum úr hlátri í dag.
Oliver og Ylfa að tala saman og ég að glápa á þau. Fékk svo snöggan verk aftan í hnakka sem leiddi leifursnöggt gegnum haus og blokkaði sjón á hægri auga. (DON´T PANIC PEOPLE.. var sko bara í hálfa sekúndu eða minna). Ég fann einhverja þörf fyrir að segja frá þessu og byrja að útskýra með mínum íslenska hreim: “... and there was like a strike through my head and then I lost my sight..”
Ylfa horfði í smástund á mig og svo: “Maybe you´re mentally ill, maybe it´s the math, you know, you see what you wanna see.”
Ég: “I was watching you..” Við í hláturskast.
Svo aðeins seinna ætlaði ég að spyrja Ylbs hvert hún væri komin í dæmunum. Ég er svo orðheppin: “Ylfa, where are you..?”
Hún horfði á mig dáldið áhyggjufull, svona eins og það væri eitthvað stórkostlegt að mér, byrjar svo að vinka: “I´m right here, can´t you see me?”
Æi, kannski svona had to be there.
Annars er allt fínt að frétta. Slikmutter kvöld á barnum á eftir. Dáldið furðulegt nafn á kvöldi en við ætlum að gefa því séns, öll nammiskot á fimmkall. Verð samt settleg því ég á að mæta í efnafræði kl.8 í fyrramálið. Jesssss..
Ég og Sigga keyptum miða á Sálina áðan. Kostaði skid og ingenting og allir að fara. Óli bró er meira að segja búinn að bjóða í fyrirpartý. Hann klikkar sko ekki á stemmningunni kallinn. Heheeee...
Experimentarium, vísindasafn með skemmtilegum speglum þar sem maður er æðislega mjó himnalengja. Þar eru reyndar líka speglar þar sem maður er ekki eins töff, hálfur metri og með feitasta rass í heimi.
Playboy night á barnum niðri og besta comeback allra tíma frá Peter á ganginum mínum. “Why weren´t YOU watching?”
Næturlífið í miðborg Kaupmannahafnar í gærkvöldi. Birkir og Jóhanna voru afar hress:
Á Pilegaarden hitti Siggi Önnu Beggu frænku sína og í sameiningu skipulögðu þau mini-ættarmót sem haldið var í dag hjá Mumma og Ástu ásamt því að huga að jólagjöfum handa skyldmennum.
Annars átti Sigríður hvern stórleikinn á fætur öðrum og toppaði allt þegar hún pantaði sér í þynnkumat stykki sem leit út eins og kúkur. “Ég bara VERÐ að smakka þetta.” Ógirnilegri mat hef ég ekki augum litið.
Hér eru Aga, Alexandra, Steinunn og Bjöggi.
Eftir matinn hélt stuðið áfram inni hjá Steinunni. Alltaf bættust fleiri í hópinn og var sérdeilis skemmtilegt þegar Helga frænka og Tommi komu. Lítill heimur! Trítluðum svo á Oktoberfest seint og síðar meir og tjúttuðum fram á rauða nótt.
Þetta er Ylfa síhressa.
Þetta eru Ylfa, Elín og Lilja.
Á myndirnar vantar Steinunni og Júlíu. Steinunn býr ská á móti mér og er hármódel. Júlíu þekki ég minna en hún gæti líka verið módel. Þær komust ekki á mynd þar sem Steinunn var ýmist ullandi eða ég var með á mynd. Lilja, takk fyrir að láta mig vita af bólunni!
Það sem er annars helst fram undan (fyrir utan að hysja upp um sig buxurnar í náminu) er fyrsti tíminn í blakinu á miðvikudaginn, køkkenmøde á fimmtudaginn og félagsvist með miðaldra Íslendingum von bráðar.
Sigríði hef ég lítið séð undanfarið enda var hún í Noregi og Svíþjóð um helgina ásamt Ölmu systu. Von er á ferðasögu fljótlega. Nönnu og Kris hitti ég á laugardaginn og voru þau einstaklega hress. Er ekki kominn tími á pistil frá Nönnsunni?