Sunday, May 28, 2006

Færsla #84

Ragga:

Fyrir tveimur árum snappaði Kínverji sem bjó hér á campusnum og öskrandi hljóp hann allsber í kringum Kampsaxkollegiet. Það var hringt á lögguna þegar hann hóf að kasta steinum i rúður. Aumingja greyinu var skutlað inn á næsta geðveikraspítala og hefur ekki sést siðan. Í ljósi þessa hef ég töluverðar áhyggjur af Ylfu vinkonu minni...

Saturday, May 27, 2006

Færsla #83

Ragga:

Í framhaldi af væli mínu um e-mail (í alvöru talað, mér leiðist mjög, mjög mikið) hef ég ákveðið að búa til lista þar sem fólk getur séð hvar það stendur gagnvart mér. Verið ófeimin við að kommenta (eða SENDA MÉR MEIL) ef ykkur finnst þið vera skilin út undan.

Sannir vinir:
  • Rakel. Mjög dugleg og virk. Jafnvel of virk. Þannig hef ég í dag fengið fjögur bréf frá henni og þrjú í gær. Geri aðrir betur.
  • Halla. Hún sendi rosalegt pep up bréf fyrir skemmstu en þarf þó að vera á tánum til að halda stöðu sinni á listanum.
  • Þóra. Mjög snögg að svara bréfunum mínum enda kjarnorkukona á ferð. Frá henni fæ ég slúður úr verkfræðinni beint í æð. Skyldi ég fá bréf um ævintýri helgarinnar á mánudaginn?
Svarti listinn:
  • Lilja Þórunn, a.k.a. Júdas. Það er ekki tilviljun að þessi er efst á lista. Síðasta bréf frá henni er síðan í janúar sem er auðvitað arfaslakt. Eins og þetta sé ekki nóg þá hefur hún fyrir löngu kommentað hér á síðuna og tilkynnt að bréf sé á leiðinni. Lilja, hvar er samviskan? Hvar er hjartað?
  • Báðar systralufsurnar, en þó sérstaklega Linda. Dísa djammari hefur forskot þar sem hún kom með skyr til mín fyrir skemmstu. Reyndar er Linda ólétt og því gæti offlæði hormóna verið skýring á bréfaleysinu. Takið ykkur á, systur!
  • Lilja Hrönn. Mig er farið að þyrsta mjög í fréttir frá London. Þau topic sem eru efst á óskalista mínum eru datemenning og bólfimi Breta. Annars er ég opin fyrir öllu.
  • Elín Birna. Flestir þekkja hana sem Línu sem gefur tilefni til rosalega fyndins brandara: Lína, sendu mér línu. Langt líður milli bréfa frá Línunni og er hún auk þess stundum með stæla í bréfum sínum. Elín Bé, slakaðu á attitjúdinu!
  • Óli Freyr. Hefur aðeins einu sinni sent mér bréf. Það var reyndar ekki af verri endanum þar sem það innihélt mynd af Hauki frænku í góðum félagsskap. Ólafur, nú langar mig í fleiri djúsí djammmyndir!
  • Óskar Örn. Sendi mér leynilegt ástarbréf fyrir jól en hefur svo látið staðar numið. Skari, hvað kom upp á?
  • Brynjar Þór. Hann hefur aldrei sent mér bréf. Binni, ég veit hvar þú átt heima!
  • Lára og Gummi. Hvað er að frétta af parinu? Enn þá saman?
Svo eru það hinir sem tilheyra hvorugum listanum:
  • Inga. Dansar á línunni en fær plús fyrir að hringja í mig í dag. Hún er einnig búin að lofa mér löngu og innihaldsríku bréfi innan skamms og fer skilyrðislaust á svarta listann ef hún stendur ekki við það. Inga, mundu bara að ég er með Keldumiðann þinn!
  • Nanna. Hún á beibí og býr þar að auki hér í déká. Þó mér finnist óskaplega gaman að fá e-mail frá henni er eðlilegra að viðhalda stöðugu símasambandi. Nanna, call me!
  • Bryndís. Hefur aldrei sent mér meil en fer þó ekki á svarta listann (strax) þar sem ég er litlu skárri. Dísa, einhvern tímann er allt fyrst og gæti hugsanlegt topic verið humarsúpan sem þú varst búin að lofa mér.
  • Sigga og Siggi. Þessir tveir stuðboltar eru í LA. Þau hafa ekki sent mér meil nýlega en ástæðan fyrir því gæti verið tölvuleysi. Þau fá prik fyrir sms-sendingu í morgun og get ég nú upplýst fréttaþyrsta lesendur um að í gær þeystist Sigríður um á mótorfák (tilvísun í uppáhaldslagið mitt) á Malibu ströndinni og fékk sér svo tattú. Síðar um kvöldið fóru S&S svo á tónleika með Eels. Ég verð að játa að dagurinn minn fölnaði eilítið í samanburði við þeirra.
Ég vil taka fram að sviptingar á listanum eru örar sem ætti að vera hvatning um bót og betrun. Koma svo allir!

Friday, May 26, 2006

Færsla #82

Ragga Matt:

Síðan í febrúar hef ég framleigt af honum Peter. Þegar ég fór fyrst að skoða herbergið hans fékk ég hálfgert sjokk þar sem allt var svo rosalega tipp topp. Til að mynda var möppunum í hillunum raðað symmetrískt, þ.e.a.s. tvær saman hægra megin í efstu hillunni, þá tvær saman vinstra megin í næstu hillu og svo koll af kolli. Verandi subba truflaði þetta mig töluvert, þó það hafi ekki verið neitt í líkingu við þessa tvo hluti:

Þessi mynd er mjög stór, alveg rúmur metri á lengd og blasti við þegar maður kom inn í herbergið. Peter er lengst til hægri en ég er auðvitað hrifnust af þeim í miðjunni. Hárið er bara svo mikilvægt.

Þetta skrípi var svo staðsett fyrir neðan myndina góðu og kemst án efa í flokkinn: Ljótustu hlutir sem ég hef séð. Ég vona að Peter hafi fengið þetta í verðlaun fyrir píanóspil þar sem enginn maður með viti (og þaðan af síður með smekk) myndi kaupa sér svona.

Peter var ekki að hafa fyrir því að tæma herbergið sitt áður en ég flutti inn og naut ég góðs af fyrrnefndum hlutum ásamt t.a.m. sloppnum hans og sólgleraugnasafni. Þegar Rakel og Hildur komu í heimsókn var brugðið á leik:

Stelpurnar með sýnishorn af stóru safni sólgleraugna. Gellur, ó já!

Rakel með enn önnur sólgleraugu og skrípið. Ég málaði yfir smettið því Rakel er ljót á þessari mynd. Skyggði næstum á blómið. Nei djók, hún var með lakkrís í tönnunum.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um er ég í prófum (JÁ, ENN ÞÁ!) og finnst mér ég alls ekki fá nægilega mörg samúðarbréf. Þetta er skot til ykkar allra. Netfang mitt er reg1@hi.is. Takk fyrir.

Wednesday, May 24, 2006

Færsla #81

Ragga:

Ég er með þessa laglínu á heilanum:

Af hverju var ég fullur á virkum degi? Af hverju mætti ég ekki í tíma?

Ég er svona fersk núna

Eða nei. Svona fersk:
Gaaaaman að læra!

Var samþykkt á BEST námskeiðið: B5: boats between beer, bears and beach. Mjög spennandi og verður haldið í Ekateringburg. EKATERINGBURG?? Minnir dáldið á Ulm og Bochum... ha Bjöggi?

Sá e-mailið rétt eftir að ég breytti fluginu mínu heim á skerið. Þannig ég kemst ekki.

Dæs


Sunday, May 21, 2006

Ísar Tobias

Sykursnúður
Rúsína

Thursday, May 18, 2006

Færsla #79

Ragga:

Það skyldi þó aldrei vera að það hafi verið örlög að ég guggnaði á að breyta flugmiðanum á skrifstofu Icelandair í morgun.

Var að fá þetta sent í tölvupósti:

Hi there!

You have been placed on the waiting list for the BEST Leisure Event "Belgium By Bike: A Beer too Far". Our cycling event starts on Monday 3th of July in Ghent and ends on Tuesday 11th of July in Ghent, Belgium.

.....

To conclude I'd like to say: don't dispare! There is actually a real chance for you to get extra-accepted :-)

Ætti ég að doka við að breyta miðanum og sjá hvort ég fái inn? Þetta er auðvitað frábært tækifæri fyrir hjóla wannabe eins og mig. Svo ég tali nú ekki um þegar umrædd er með of stóran rass.

Monday, May 15, 2006

Nýtt líf!

Schnappy kom í heiminn í gær. Húrra húrra húrrrrrraaaaa!

Friday, May 12, 2006

Færsla #77

Ragga:

Hér bý ég:Nördalegt?

Fékk sms áðan:

"Hi. You would throw a party at the end of July or what? I just need a confirmation for further planning of my holiday. Regards, Jin."

Mikið er þetta spennandi strákur... og líf mitt ef út í það er farið!

Ég er dugleg að taka myndir á nýju vélina:


Jógúrtskýrslan og Ylfa.

Boðin í mat í Húsið í gær - Alessandro og Aga íbúar Húss.

Það er voða fallegt í Lyngby. Ég, Chiara og Aga við vatnið.

Ég elska þessa mynd. Oliver pervert.

Þau til hægri eru par. Mig langar á bát eins og er fyrir aftan.

Bleikur himinn út um gluggann minn. Það þýðir sko að það verði gott veður næsta dag.

Wednesday, May 10, 2006

Jákvæð!

Sigga:

Ég þori ekki að hrista hausinn. Öll varmafræðin sem ég lærði í gær gæti dottið út.

Tuesday, May 02, 2006

Færsla #75

Ragga:

Var að horfa á Bonde søger brud en það er þáttur um bændur sem eru að leita sér að kærustu. (Mjög töff að horfa á það á laugardagskvöldi.) Einn þeirra var hann Knud sem er einstaklega spennandi kall: Hann er með græna fingur, safnar lego og stundar kellingarleikfimi. Svo var sýnt legosafnið hans sem fyllti eitt herbergi og hann sagði voða ánægður að hann eyddi tveimur til þremur tímum á dag í legodundur. Pæling að smella sér á www.kanal4.dk og senda línu á kappann.

Hann er á lausu

Sommerfest í gær til að fagna síðasta skóladegi. Ég og Ylfa létum okkur ekki vanta og rúlluðum á staðinn í innkaupakerru. Mjög hress stemmning og ég bauð útvöldum bargestum í Kínverjapartý. Jin, Ming og Qian ætla öll að koma jafnvel þó að Jin sé ekki Kínverji heldur frá Suður-Kóreu. Kristian, nýi besti vinur minn, er líka boðinn þó hann sé bara danskur. Hann ætlar líka að elda. Eins og þetta sé ekki nóg þá ætlum við Kristian og Lars til Kína eftir tvö ár.

Sumarið komið og Danir voða krúttlegir, alltaf í boltaleikjum. Ég hitti Masood minn gamla vin í vikunni en hann er núna farinn til Pakistan eftir þriggja ára fjarveru frá unnustunni. Núna stendur s.s. yfir leit að félaga sem talar eins og Abú í Simpons og er með Indverjagreiðslu. Giftingin hans er í byrjun júní og hann lofaði að senda mér myndir frá herlegheitunum.

Hönk með indverjagreiðslu

Sá hinn færeyska Teit spila á Kristianshavn í vikunni. Hann spilaði úti og Þorgils og Ylfa dönsuðu af sér rassinn. Ég var í stöðugu augnsambandi við kauða og fékk svo diskinn áritaðan: Ástin mín. Er ég sjalló? Spísuðum svo ítalskt (sko ég, Ylfa og Þorgils, ekki ég og Teitur) þar sem þjónninn var hrifinn af Ylfu. (Já, ég er afbrýðissöm.)

Krútt

Ég er alltaf á leiðinni að kaupa mér miða á Roskilde festval. Inga, góða konan með krullurnar, er líka á leiðinni og hlakka ég til að hitta lufsuna. Fleiri að fara?

Skemmtilegar myndir úr jógúrtbransanum:

Á leiðinni á Øllingegaard mjólkurbúið. Það er rosalega stutt síðan veðrið var svona vont.


Strumparass í Arla verksmiðjunni