Ragga:
Var að horfa á Bonde søger brud en það er þáttur um bændur sem eru að leita sér að kærustu. (Mjög töff að horfa á það á laugardagskvöldi.) Einn þeirra var hann Knud sem er einstaklega spennandi kall: Hann er með græna fingur, safnar lego og stundar kellingarleikfimi. Svo var sýnt legosafnið hans sem fyllti eitt herbergi og hann sagði voða ánægður að hann eyddi tveimur til þremur tímum á dag í legodundur. Pæling að smella sér á www.kanal4.dk og senda línu á kappann.
Hann er á lausu
Sommerfest í gær til að fagna síðasta skóladegi. Ég og Ylfa létum okkur ekki vanta og rúlluðum á staðinn í innkaupakerru. Mjög hress stemmning og ég bauð útvöldum bargestum í Kínverjapartý. Jin, Ming og Qian ætla öll að koma jafnvel þó að Jin sé ekki Kínverji heldur frá Suður-Kóreu. Kristian, nýi besti vinur minn, er líka boðinn þó hann sé bara danskur. Hann ætlar líka að elda. Eins og þetta sé ekki nóg þá ætlum við Kristian og Lars til Kína eftir tvö ár.
Sumarið komið og Danir voða krúttlegir, alltaf í boltaleikjum. Ég hitti Masood minn gamla vin í vikunni en hann er núna farinn til Pakistan eftir þriggja ára fjarveru frá unnustunni. Núna stendur s.s. yfir leit að félaga sem talar eins og Abú í Simpons og er með Indverjagreiðslu. Giftingin hans er í byrjun júní og hann lofaði að senda mér myndir frá herlegheitunum.
Hönk með indverjagreiðslu
Sá hinn færeyska Teit spila á Kristianshavn í vikunni. Hann spilaði úti og Þorgils og Ylfa dönsuðu af sér rassinn. Ég var í stöðugu augnsambandi við kauða og fékk svo diskinn áritaðan: Ástin mín. Er ég sjalló? Spísuðum svo ítalskt (sko ég, Ylfa og Þorgils, ekki ég og Teitur) þar sem þjónninn var hrifinn af Ylfu. (Já, ég er afbrýðissöm.)
Krútt
Ég er alltaf á leiðinni að kaupa mér miða á Roskilde festval. Inga, góða konan með krullurnar, er líka á leiðinni og hlakka ég til að hitta lufsuna. Fleiri að fara?
Skemmtilegar myndir úr jógúrtbransanum:
Á leiðinni á
Øllingegaard mjólkurbúið. Það er rosalega stutt síðan veðrið var svona vont.
Strumparass í Arla verksmiðjunni