Færsla #50
Was so dirty that I came alive and have now moved to another kitchen.

Masood, Pakistaninn á ganginum, er sífellt að eiga stórleiki. Fyrir það fyrsta talar hann eins og Abú í Simpson´s. Um daginn var ég að borða harðfisk ásamt Morten (415) og hann ætlaði ekki að komast yfir það. Æpti upp yfir sig: “WHAT ARE YOU EATING?? IT´S DISGUSTING!! IS IT A DOLPHIN?” Morten horfði á hann í smástund og sagði svo hlæjandi: “Yeah, it´s a dolphin.” Hann fattaði ekki djókinn og öskraði: “OH MY GOD!! YOU ARE CRAZY! LOOK EVERYBODY, THEY ARE EATING A DOLPHIN!!” Svo aðeins seinna tjáði hann mér að ég myndi ekki fá franskan koss það kvöldið þar sem ég lyktaði eins og selur. Besta hrós í heimi...
Alveg eðlilegt að á laugardagskvöld bankaði hann á hurðina hjá mér til þess að gefa mér rauðvínsflösku. Ég var komin upp í rúm og hef því verið frekar mygluð. Mér fannst þetta ógeðslega sætt af honum og hann þokkalega kominn í mjúkinn hjá mér eftir selskommentið.
Adam var þó ekki lengi í paradís því þegar ég hitti hann í eldhúsinu daginn eftir benti hann á mig og sagði við gaurana: “You wouldn´t believe how bad she looks without her make-up.”
Mér finnst samband mitt við Sigríði krútt vera orðið steikt. Fyrir neðan eru nokkur dæmi.
Um daginn vorum við að skoða myndir í tölvunni hennar Siggu. Inn á milli mynda af vinunum sé ég kall sem ég kannast ekki við og spyr hver kauði sé. Fékk svar að bragði: “Þetta er danskur pólitíkus. Til venstre.” ..eins og ekkert væri eðlilegra!
Stundum fæ ég líka á tilfinninguna að okkur sé farið að skorta umræðuefni. Áttum t.d. þessar samræður áðan:
Sigga: “Hvort ertu meira fyrir kjúkling eða fisk?”
Ég: “Erfitt að segja. En þú?”
Sigga á innsoginu: “Já, erfitt að segja líka.”
Svo kom mjög vandræðaleg þögn.