Færsla #12
Það er sannarlega líf og fjör hér í útlandinu. Óli Freyr var hjá okkur um helgina og gaf okkur drauma. Mjög vinsælt. Við skoðuðum fullt fullt af kirkjum og höllum og tókum netta Japani á þetta hvað myndatöku varðar.
Í Danmörku er klárlega eitt hæsta hlutfall krúttlegra gamalla kvenna (Sigríði til mikillar ánægju). Þessi áhyggjulausa dúlla var að krúttlast í einum garði og vakti (óskipta) athygli okkar.

Kampsax partý á laugardaginn var hressandi og enduðum við Sigríður á stjörnuskoðun upp á fjalli. Náttúrlega var fjallið bara hóll, allavega blésum við Sigíður ekki úr nös þegar á toppinn var komið enda hraustar píur í toppformi.
Á sunnudaginn fórum við (Nanna, Kris, Sigga, Óli og Þói) á lokakvöld tívolísins. Kashmir voru að spila en misstum við SS af því sökum þreytu. Það var samt ótrúlega gaman. Strákarnir fóru í turninn og skríktum við stelpurnar af kátínu á jörðu niðri.

Í gær hittum við loksins Þóru og Hrabba en þau eru búin að vera góðu yfirlæti hjá hinni síhressu Jóhönnu Árósapíu. Fengum okkur unaðslega pizzu og allir voru hressir og kátir:

Nú er það bara lærdómur á lærdóm ofan þangað til annað kvöld en þá kemur frú Lára í heimsókn. Lilja Þórunn, ætluðum við ekki að skottast eitthvað saman um helgina? Sendu mér Emil, búin að gleyma þínum!
Hérna kemur fimmlistinn minn en Alma klukkaði mig. Alma er ein uppáhaldsvinkona mín þessa dagana og skyldi engan undra. Hún gaf mér Freyjurís og þurfti ég ekki annað en að lygna aftur augum á meðan súkkulaðið bráðnaði í munni mér og fannst mér ég vera komin aftur á heimahaga. Meira svona, Alma!
1. Ég hata bein. Fæ massíva klígju af því að hugsa um að snerta bein.
2. Ég hef litla sjálfstjórn og fer stundum í rosaleg hlátursköst. Það getur verið mjög hvimleitt og vandræðalegt.
3. Mér finnst gaman að pússla.
4. Mér finnst fyndið að vera með annarra manna gleraugu á djamminu. Því sterkari, því betra.

5. Mér finnst ljótt að vera með mottu. (Þetta er hint til Sigga þar sem hann er með ranghugmyndir og dellu fyrir Oktoberfest.)