Ragga:
Steinunn: “Mig langar heim í sumar og borða lambakjöt.”
Ylfa: “Jaaaá! Væna flís af feitum sauð!”
Dollý dúlla.
Steinunn átti afmæli á fimmtudaginn og við brugðum undir okkur betri fætinum, spísuðum á Mama Rosa (staðurinn hennar Siggu, hjarta mitt kremst af söknuði) og héldum svo á Kampsaxbarinn.
Steinunn: “Skál fyrir afmælisbarninu!”
Aðeins seinna: “Mér finnst vera kominn tími til að skála fyrir afmælisbarninu.”
Hún drekkur alla undir borð.
Talandi samt um Sigríði krúsídúllu. Var að rifja upp samtal sem við áttum rétt fyrir jólaprófin:
Undirrituð: “Mig dreymdi að ég þurfti að synda í kúk, algjör veeeðbjóður. Þvílík kúkafýla og ég fann meira að segja kúkabragð. Eins gott að þetta boði gott!”
Sigga: “Neeei, ég hugsa að þetta boði ógæfu. Þú átt ábyggilega eftir að skíta á þig í prófinu...
Þögn.
Sigga lufsa bætir við: “Báðum prófunum, fyrst þetta var svona mikill skítur.”
Kúkurinn sem mig dreymdi.
Vorum boðin í ótrúlega jammí mexó til Bjögga og Elínar áðan. Afar hressandi og þá sérstaklega þegar Bjöggi dró fram munnhörpuna.

Bjöggi er alltaf í ljósum, algjör tjokkó.
Valhoppuðum svo í Jónshús, nota bene jómfrúarferð mín og Ilmar. Hún verður líklega seint toppuð (þó svo að AA-fundirnir séu víst mjög skemmtilegir) þar sem Spaðarnir stigu á stokk og héldu uppi rífandi stemmningu.
Verð að gefnu tilefni að vitna í Rakel en hún er rosalega fyndin stelpa:
“Hjörtun eru á Nasa, Laufin fyrir norðan, er ekki alveg sjor hvar Tíglarnir eru..”
Góður þessi Rakel, góóóóður!
Brilljant skemmtun en mér fannst þetta fyndnast:
Guðmundur Andri söngvari: “Nú erum við búin að taka sorglega lagið, ítalska lagið, ...
Gaukur úr sal: “Hvenær kemur lokalagið?”