Færsla #62



Hamborg er samt voða fín borg þó allt hafi verið í drasli.

Alĥamdulilah!
Komst svo að því að í Pakistan talar fólk ekki arabísku heldur panjabi eða urdu. Við erum því að leita okkur að nýju hobbíi og förum á kynningu í DTU á mánudaginn. Spennó.
Fórum stelpurnar að sjá Eivør Pálsdóttur á Jazzhouse í fyrradag. Hún var ekkert smá flott og talaði ógeðslega krúttlega dönsku. Söng á ensku, dönsku, sænsku, færeysku en ekki íslensku. Pah!
Jæja, allt að gerast bara.
Rakel og Hildur komu í heimsókn yfir helgina. Rakel var ekki alveg sátt við glerharða rúmið mitt og vældi smá. Skemmtum okkur samt konunglega og var ég eins og blóm í eggi.
Dró skutlurnar á Kampsaxkollegíið á fimmtudaginn. Duttum fyrst í hvítvín og spjall hjá Steinunni þar sem staða kvenna, þrældómur tískunnar og dvergafetishið hennar Rakelar var tekið fyrir.
Kíktum að sjálfsögðu á barinn og hefur aldrei verið jafnfámennt þar. Við vorum þó ekki í miklum vanda með að koma okkur í stuð og voru nokkur dansspor stigin. Ferðaþreytan sagði fljótt til sín hjá stöllunum og þegar þær sögðust ætla heim setti ég upp sólheimaglottið og vinkaði pent bless. Trausti vinurinn tekinn á þetta.
Á laugardaginn sjoppuðu Rakel og Hildur á meðan ég hafði mig til fyrir þorrablótið. Skammtaði mér 500 kalli fyrir djammið og hljóp svo yfir til Steinunnar þar sem við býsnuðumst yfir peningaleysi okkar. Ræddum febrúarmánuð sem kæmi til með að einkennast af núðluáti og snauðu skemmtanalífi. Ég batt snarlega enda á þær umræður þegar ég áttaði mig á að ég hafði steingleymt að huga að hálsmeni. Fögur fyrirheit fuku út í vindinn og var splæst í taxa niður í Magasin, hálsmeni reddað og eftir stóð ég með hundraðkall. Fékk lán hjá Elínu milla..
Kíktum á nýja slottið þeirra Elínar og Bjögga sem er á besta stað í bænum. Hér er Steinunn fyrir utan íbúðina:
Mér til lukku settist hún hjá mér og hlógum við endalaust að öllu og engu.