Friday, December 01, 2006

Afmæli Siggu

Til hamingju með afmælið elsku Sigga Sig!

Stelpan bara orðin 23 ára!!! Meira hvað tíminn líður hratt, við bara orðnar krumpaðar rúsínur með falskar tennur bráðum! Ehehehehehehehe. Því miður er afmælisdúllan að byrja í prófum og hefur því engan tíma fyrir ærlegt tjútt... þó maður hefði nú helst verið til í einhverja helvítis vitleysu og skandala. Nei heheheheh, segi nú bara svona. Ekki eins og Sigga mín leggi það eitthvað í vana sinn. Ehehehehehehe, obbobbobb best að þegja bara núna...

Hér er Sigga á djamminu með Söru vinkonu sinni. Oooooooooo milangarsoadjamma!

Í nettri sveiflu með Steinunni vinkonu sinni. Snilldarmynd hehehehehe!

Thursday, November 30, 2006

Þrettán

Sigga:

Af hverju fara verkfræðingar aldrei í ljós?

....

Þeir taka bara sin og deila í cos og fá út tan.

Sunday, October 15, 2006

Til hamingju með afmælið, elsku Ragga!



I dag er det Raggas fødselsdag!
Hurra! Hurra! Hurra!
Hun sikkert sig en gave får
som hun har ønsket sig i år
og dejlig chokolade med kage til.

Wednesday, October 04, 2006

Færsla #93

Sigga:

Mynd 1: Ragga með góðum vini

Viðtal við Ragnhildi Evu (hundamömmu)

Evaoglotta: Sæl, Ragnhildur. Hvað er að frétta?

Ragga: Bara fínt að frétta af mér.

Evaoglotta: Er einhver sérstakur í þínu lífi í dag?

Ragga: Nei. Nú er það bara ég og hundarnir.

Eva og lotta: Hverju svararðu þrálátum orðrómi um samband ykkar Arnar Árnasonar leikara?

Ragga (kímin á svip): Þetta ætlar að verða langlíf kjaftasaga. Við þekkjumst bara í gegnum hundana. Ekkert í gangi þar. Þannig er það nú bara. Við Örn erum bara ágætiskammeratar.

Evaoglotta: Hver er eftirlætissjónarpsþátturinn þinn?

Ragga: Einfalt svar: Dýravinir á Skjáeinum. Frábær þáttur. Frábært framtak!

Evaoglotta: Nú eiga foreldrar þínir tvo hunda. Eru dýr á núverandi heimili þínu í Hvarfahverfinu?

Ragga: Já, hundur og köttur.

Evaoglotta: Ein að lokum... Hvað gerðirðu í dag?

Ragga: Ég fór á kattasýninguna í Garðheimum. Ógeðslega gaman. Sá stærsta kött sem ég hef séð.

Evaoglotta óska Röggu hundamömmu alls hins besta í framtíðinni.

Tuesday, October 03, 2006

Sætir saman

Dúfur í Djéká

Monday, October 02, 2006

Færsla #91

Ragga:

Sigga var í handæði sínu að fikta óboðin í pennaveski mínu. Ekki tókst litlu konu betur til en svo að hún skemmdi græna pennann minn með miklum látum. Á dauða mínum átti ég frekar von en að SS liti á mig með ásökunarblik í augum og segði: "Hvað er þessi penni að gera hér? Hann er slysagildra!"

Monday, July 31, 2006

Færsla #90

Okkar yndislega Nanna panna á afmæli í dag!

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU NANNA!